Samstarf eykur slagkraft
Íslandsstofa stendur fyrir margskonar markaðs- og kynningarstarfi á íslenskum sjávarafurðum og sjávarútvegstækni. Tilgangur markaðsstarfs undir merkjum Iceland Responsible Fisheries og SeaTech by Iceland er að auka vitund um Ísland sem upprunalands ábyrgra fiskveiða og hátæknilausna í sjávarútvegi. Þá hefur samstarfsverkefnið Seafood from Iceland verið sett á laggirnar til að styrkja markaðssetningu íslenskra sjávarafurða erlendis.
Seafood from Iceland
Aðilar innan sjávarútvegsins hafa snúið bökum saman um sameiginlega markaðssetningu undir merkjum Seafood from Iceland. Markmið verkefnisins er að auka vitund og styrkja viðhorf gagnvart íslenskum sjávarafurðum í því skyni að auka virði og útflutningsverðmæti. Eignarhald verkefnisins er hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en Íslandsstofa er framkvæmdaraðili.
Í lok ágúst hóf Seafood from Iceland sína fyrstu markaðsherferð á Bretlandseyjum. Herferðin ber heitið „Fishmas“ og þar er fólk hvatt til að borða fisk að lágmarki tvisvar sinnum í viku. Herferðin fékk mjög góðar viðtökur og hafa sex milljónir horft á myndbandið.
Bacalao de Islandia verður hluti af Seafood from Iceland
Öflugt markaðstarf hefur síðan árið 2013 verið unnið á mörkuðum Spánar, Portúgal og Ítalíu undir merkjum Bacalao de Islandia, sem frá og með árinu 2020 varð hluti af Seafood from Iceland. Verkefnið gengur út á að er að kynna íslenskan saltaðan þorsk á þessum svæðum.
Í stað venjubundinna viðburða sem einkennast af því að kynna vöruna fyrir nemum í kokkaskólum og kynningarstarfi með veitingastöðum í Suður Evrópu, var lögð ríkari áhersla á vef- og samfélagsmiðla. Haldið var áfram að segja frá „leyndarmálinu á bakvið gæði íslenska þorpsins: sjávarþorpinu". Í nýjustu herferðinni er farið á flakk um Norðurland, en markaðsefnið sem sptratt úr ferðinni fékk óvenju góðar viðtökur og náði til um fimm milljóna manna.
SeaTech by Iceland
Mynd: Marel
Töluverð sóknarfæri liggja í nýsköpun, hugviti og tækni tengdum sjávarútvegi. Íslandsstofa stendur fyrir margskonar markaðs- og kynningarstarfi á íslenskri sjávarútvegstækni með hópi fyrirtækja úr atvinnugreininni.
Tilgangur markaðsstarfsins undir merkjum SeaTech by Iceland er að auka vitund um Ísland sem upprunalands hátæknilausna í sjávarútvegi og sem tilvalins staðar til að eiga viðskipti með sjávarútvegstækni – hvort sem um ræðir lausnir tengdar veiðum, vinnslu eða hámarks nýtingu.
„Ábyrgar fiskveiðar og sjálfbærni að leiðarljósi.“
Iceland Responsible Fisheries
Tilgangur kynningarstarfs undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF) er að skapa áhuga á íslenskum sjávarafurðum og traust til upprunalandsins Íslands vegna vottunar ábyrgra fiskveiða. Í árslok 2020 voru 82 fyrirtæki aðilar að IRF markaðsverkefninu, 37 íslensk fyrirtæki og 55 erlend