Jump to content

Green by Iceland

Íslandsstofa og Grænvangur kynntu vörumerkið Green by Iceland til leiks árið 2020. Hlutverk Green by Iceland er að stuðla að því að Ísland verði þekkt fyrir sjálfbæra nýtingu auðlinda og grænar lausnir á erlendum vettvangi. Lögð verður áhersla á að kynna að sjálfbær nýting auðlinda sé til fyrirmyndar fyrir önnur lönd, að Ísland hafi sett sér metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi fyrir 2040 og að íslenskt hugvit og grænar lausnir geti stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hringrásarlausna.

Markhópur Green by Iceland er margþættur og markaðssvæðin mörg. Ákveðið var að leggja áherslu á lykilfólk hjá kaupendum orkulausna og grænna lausna, fjárfestum, alþjóðastofnunum á sviði orku og grænna lausna og stjórnvöldum þeirra landa sem nýtt geta íslenskar grænar lausnir.

Íslensk sérfræðiþekking  

Í byrjun árs hófst víðtækt samstarf við hagaðila á þessu sviði, og kortlagning íslenskra grænna lausna. Sú vinna gekk vel og gaf yfirsýn um þá þekkingu sem má finna á Íslandi til útflutnings. Nú eru 85 íslensk fyrirtæki sem bjóða upp á sérfræðiþekkingu eða vörur sem myndu draga úr losun skráð í Greentech Partners gagnagrunninn sem er aðgengilegur á vefsíðu Green by Iceland.

Lögð verður áhersla á að kynna sérfræðiþekkingu Íslendinga á fjórum sviðum til útflutnings:

  • Ísland verði þekkt fyrir sjálfbæra nýtingu auðlinda og grænar lausnir
  • Í nýtingu jarðvarma og vatnsafls
  • Uppsetningu raforkumannvirkja og nýsköpun á sviði kolefnisbindingar
  • Nýtingar og förgunar kolefnis. Ísland hefur þegar skapað sér gott orðspor á þessum sviðum sem mikilvægt er að tryggja til framtíðar.   

„Ísland verði þekkt fyrir sjálfbæra nýtingu auðlinda og grænar lausnir“

Green by Iceland 

Á mynd­inni eru for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Sig­urður Hann­es­son, formaður stjórnar Græn­vangs og fram­kvæmda­stjóri SI, ásamt starfs­mönnum Græn­vangs, Eggerti Bene­dikt Guðmunds­syni, Birtu Helga­dóttur og Kömma Thor­d­ar­son.

Vefur Green by Iceland fór í loftið í lok árs en þar má kynna sér sjálfbærnisögu Íslands, upplýsingar um fjölbreytta endurnýjanlega orkuþekkingu Íslendinga, nýsköpun sem dregur úr losun, hringrásarhugsun í íslensku atvinnulífi, markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi árið 2040 og leitarvél fyrir íslensk fyrirtæki sem flytja út grænar lausnir. Unnið var að tillögu að frumhönnun að sýningu um íslenskar grænar lausnir fyrir Græna Húsið. Green by Iceland tók þátt á Carbon Neutrality and the Nordics viðburði í samstarfi við Climate Action og CHARGE Energy branding ráðstefnunni.
Skoða vef Green by Iceland