Jump to content

Markaðsverkefni

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili ýmissa samstarfsverkefna sem eiga það sameiginlega markmið að auka vitund, áhuga og eftirspurn erlendis eftir vörum, þjónustu og sérfræðiþekkingu íslenskra fyrirtækja.

Hér að neðan má skoða helstu verkefni og starfsemi þeirra á árinu 2020.

Ísland - saman í sókn

Mark­aðs­að­gerðir verkefnisins á árinu sner­ust einkum um að við­halda áhuga á áfanga­staðnum Íslandi þegar ferða­lög lágu niðri megnið af árinu. Haldnar voru vinnustofur með stjórn og markaðshópi verkefnisins um meg­in­markmið mark­aðs­setn­ingar þegar ferða­áhugi eykst á ný. Í júní fór land­kynn­inga­mynd­bandið Enough í birt­ingu, í júlí var her­ferðin Let it Out sett í gang og Joyscroll her­ferðin fór af stað í des­em­ber.

Seafood from Iceland

Aðilar innan sjávarútvegsins hafa snúið bökum saman og náð saman um markaðssetningu með sameiginleg skilaboð um íslenskan sjávarútveg.
Síðsumars hóf Sea­food from Ice­land sína fyrstu markaðs­her­ferð á Bret­lands­eyj­um, Fishmas. Um 6 milljón Breta horfðu á myndbandið um Father Fishmas þar sem Egill Ólafsson lék aðalhlutverk, ásamt íslenskum gæðafiski.

Film in Iceland

Heimsfaraldur hafði minni áhrif á Íslandi en víða um heim þegar horft er til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar á árinu 2020. Þau erlendu verkefni sem voru fyrirhuguð á árinu urðu kannski ekki að veruleika sökum heimsfaraldurs. Hins vegar komu í stað þeirra önnur verkefni til landsins sem ekki voru á döfinni og voru erlend verkefni yfir 20 talsins á árinu.

Green by Iceland

Græn­vangur leiðir saman íslensk fyr­ir­tæki og stjórn­völd til að vinna að sam­eig­in­legu mark­miði um kol­efn­is­hlut­laust Ísland 2040. Auk þess eru kynntar íslenskar grænar lausnir erlendis í sam­starfi við Íslands­stofu undir merkjum Green by Iceland. Vefur Green by Iceland fór í loftið í lok árs en þar má m.a. kynna sér upp­lýs­ingar um fjöl­breytta end­ur­nýj­an­lega orku­þekk­ingu Íslend­inga og leit­ar­vél fyrir íslensk fyr­ir­tæki sem flytja út grænar lausn­ir.

Horses of Iceland

Á und­an­förnum árum hefur tek­ist vel að mark­aðs­setja íslenska hest­inn undir merkjum Horses of Ice­land (HOI). Mark­miðið með þessum sam­eig­in­lega vett­vangi og sam­ræmdum skila­boðum er að auka slag­kraft mark­aðs­setn­ingar inn­an­lands og erlend­is. Metút­flutn­ingur var á íslenskum hestum árið 2020 eða sem menur 53% aukn­ingu frá 2019. Þetta er mesti útflutn­ingur á íslenska hest­inum í 23 ár.

Meet in Reykjavik

Starfsemi Meet in Reykjavik færðist yfir til Íslands­stofu í júlí 2020 þar sem það verður rekið sem sjálf­stætt verk­efni. Áhrif heimsfaraldursins komu snemma fram í þessum geira og er ýmis­legt sem bendir til þess að hann verði lengur að ná fyrri styrk en önnur ferða­þjón­usta og hafa verk­efn­i ársins að miklu leyt­i ­snú­ið að því að koma mikilvægum upp­lýs­ingum til við­skipta­vina og sam­starfs­að­ila erlend­is.

Iceland Natuarally

Iceland Naturally er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku sem miðar að því að auka áhuga á Íslandi, íslenskum afurðum og þjónustu og á Íslandi sem áfangastað. Árið 2020 leit fyrsta raf­ræna Taste of Ice­land hátíðin dags­ins ljós og sam­an­stóð hún af 14 vef­við­burðum­. Einnig var boðið upp á beinar útsend­ing­ar á vefnum ­þar sem tekin voru fyrir fjölbreytt viðfangsefni sem samtals yfir 600.000 manns fylgdust með.

Icelandic

Íslandsstofa tók á seinni hluta árs 2020 við daglegum rekstri Icelandic Trademark Holding ehf. Félagið er eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood sem standa fyrir hágæða íslenskar sjávarafurðir. Á árinu 2020 var unnið að gerð tveggja nýrra nytja­leyf­is­samn­inga, ann­ars vegar við íslensk dótt­ur­fé­lög Brims í Japan og Kína og hins vegar við íslenska félagið Ice­land Sea­food vegna sölu og mark­aðs­setn­ingar undir merkjum Icelandic í Evr­ópu.