Jump to content

Iceland Naturally

Iceland Naturally markaðsverkefnið í Norður-Ameríku hefur verið lykilaðili í markaðsókn Íslands í Bandaríkjunum og Kanada frá stofnun þess árið 2000. Markmið verkefnisins er að auka áhuga og sölu á íslenskum vörum og þjónustu og kynna Ísland sem vænlegan áfangastað.  Árið 2020 voru 11 fyrirtæki og stofnanir meðlimir í Iceland Naturally. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Íslandsstofu og Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York.

Viðburðir

Í venjulegu árferði stendur Iceland Naturally að fjölda viðburða í völdum borgun í Norður-Ameríku.  Þar fyrir stafni fara menningar hátíðir undir nafninu Taste of Iceland sem standa í fjóra til fimm daga í hverri borg.  Á hátíðunum er íslensk menning, matur og vörur á borð borin fyrir borgarbúa og áhersla lögð á að ná til mikilvægra markhópa.  Einnig er fjölmiðlum á svæðunum boðið til opnunar móttöku þar sem dagskrárliðir, meðlimir og samstarfsaðilar eru kynntir. 

Í ljósi Covid-19 var öllum hefðbundnum viðburðum aflýst árið 2020 og leitað var á ný mið til að viðhalda tengingu við markaðinn og koma vörum og þjónusta meðlima á framfæri.  Fyrsta rafræna Taste of Iceland hátíðin leit dagsins ljós og samanstóð hún af 14 vefviðburðum sem fóru fram á fimm dögum í seinni hluta nóvember mánaðar. Hápunktur hátíðarinnar var tveggja tíma  þáttur sem unnin var í samstarfi við KEXP útvarpstöðina í Seattle þar sem stiklað var á því helsta sem einkennir Taste of Iceland hátíðarnar (tónlist, matar- og drykkjar menning, bókmenntir, ferðalög o.sfrv.). Sjá nánar um Taste of Iceland

Önnur nýjung sem tekin var upp á árinu, þegar markaðir Iceland Naturally tóku að lokast í fylgd Covid-19, voru beinar vef útsendingar sem um 620.000 áhorfendur hafa fylgst með.  Viðfangsefnin voru fjölbreytt en áttu það sameiginlegt að vera fræðandi og upplýsandi og lúta að íslenskum hefðum, menningu, náttúru og sögu.  Framsaga þáttanna var í höndum fræðimanna og sérfræðina á hverju sviði og fengu þættirnir það góð viðbrögð meðal áhorfenda að þeir hafa nú fest sig í sessi sem fastur mánaðarlegur liður í verkefnaflóru Iceland Naturally. 

Samstarf 

Iceland Naturally á í nánu samstarfi við kynningamiðstöðvar skapandi greina á Íslandi og allar helstu listahátíðir landsins og kynnti starfsemi þeirra ötullega og dreifði viðeigandi efni fyrir Norður-Ameríku markað í gegnum allar mögulegar rásir.  

Ár hvert gerir Iceland Naturally neytendakönnun sem framkvæmd er af markaðsfyrirtækinu Fluent Research.  Annað hvert ár er könnunin gerð í Bandaríkjunum og árið á móti er hún gerð í Kanada.  Á vormánuðum 2020 var könnunin gerð í Bandaríkjunum og niðurstöðurnar kynntar á árlegum meðlimafundi í júní.

SJÁ VEF ICELAND NATURALLY