Jump to content

Meet in Reykjavik


Ráðstefnuborgin Reykjavík eða Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 í þeim tilgangi að kynna og markaðssetja Reykjavík og Ísland sem áfangastað fyrir fundi, ráðstefnur, hvataferðir og viðburði (MICE). Félagið hefur verið rekið sem samvinnuverkefni opinberra aðila og einkaaðila þar sem Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Harpa hafa veitt félaginu kjölfestufjármagn auk þess sem fjöldi einkarekinna fyrirtækja sem hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu hafa greitt félagsgjöld.

Um áramótin 2020/21 tók Íslandsstofa formlega við rekstri verkefnisins og bættist þar meðí hóp kjölfestuaðila þess. Samningur þess efnis var samþykktur á aukaaðalfundi Meet in Reykjavík. Starfsemin flutti í höfuðstöðvar Íslandsstofu 1. júlí.

Markmiðið með samningum er fyrst og fremst að styrkja stöðu verkefnisins til að efla kynningu á áfangastaðnum, tryggja fjármögnun þess til langtíma og ná fram rekstrarhagræði þannig að hærra hlutfall fjármagns renni til beinna markaðsaðgerða. Samningurinn veitir tækifæri til að samnýta aðföng, sérhæfða stoðþjónustu, reynslu og þekkingu starfsfólks, samræma ímyndarskilaboð og áherslur í kynningu. Unnið verður í samræmi við stefnu íslenskrar ferðaþjónustu, útflutningsstefnu Íslands og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.  

Starfsemi Meet in Reykjavík fellur vel að stefnu og starfsemi Íslandsstofu og er það sameiginlegur skilningur allra sem að verkefninu koma að MICE ferðaþjónusta er mikilvægur liður í að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu hér á landi til langs tíma.  

Áhrif heimsfaraldursins komu snemma fram í þessum geira og því miður er ýmislegt sem bendir til þess að hann verði lengur að ná fyrri styrk en önnur ferðaþjónusta. Verkefnin hafa að miklu leyti snúið að því að koma réttum og nákvæmum upplýsingum um stöðu faraldursins hér á landi til viðskiptavina og samstarfsaðila erlendis og var það meðal annars gert með útgáfu fréttabréfa og fjölmiðlasamskiptum.   
Sjá vef Meet in Reykjavik