Jump to content

Sameiginleg markaðssetning tryggt aukna eftirspurn


Á undanförnum árum hefur tekist vel að markaðssetja íslenska hestinn undir merkjum Horses of Iceland (HOI). Markmiðið með þessum sameiginlega vettvangi og samræmdum skilaboðum er að auka slagkraft markaðssetningar innanlands og erlendis


Markaðsstarfið hefur borgað sig

Markvisst hefur verið unnið að því á undanförnum árum að auka vitund fólks um kosti íslenska hestsins. Vel hefur tekist til. Þannig er ávinningur af markaðsstarfi undanfarinna ára metinn tífaldur miðað við fjármagn sem lagt hefur verið til verkefnisins.

Metútflutningur var á íslenskum hestum árið 2020 sem er 53% aukning frá 2019. Þetta er mesti útflutningur á íslenska hestinum í 23 ár.
Sjá nánar á vef HOI

Sterk og jákvæð ímynd íslenska hestsins

Lokaverkefni Hrafnhildar Helgu Guðmundsdóttur um vörumerkjavirði íslenska hestsins var gert opinbert í júní. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að íslenski hesturinn búi yfir nokkuð háu vörumerkjavirði þar sem vitundin er sterk og ímyndin jákvæð. Virðist því sem markaðsstarf HOI undanfarin ár hafi borið góðan árangur. Jákvæð og neikvæð hugrenningartengsl við íslenska hestinn voru skoðuð, hvort þau atriði sem eru markaðsett varðandi íslenska hestinn komist til skila, kauplíkur, o.s.frv. Þátttakendur í könnuninni komu frá um 50 löndum.
Sjá nánar á vefsíðu HOI

Fjölbreyttir viðburðir

Horses of Iceland kom að ýmsum viðburðum 2020, en þar má nefna hestasýningar, lista- og ljósmyndasamkeppni, sýnikennslu fyrir hestaáhugafólk, ásamt fjölmörgum rafrænum viðburðum.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af viðburðunum á árinu. Smellið á myndina hér að neðan til að skoða viðburði.

Smellið hér að ofan til að sjá sýnishorn af viðburðum síðasta árs hjá HOI.