Jump to content

Bacalao de Islandia

Saltaðar þorskafurðir í Suður Evrópu

Öflugt markaðstarf hefur síðan árið 2013 verið unnið á mörkuðum Spánar, Portúgal og Ítalíu undir merkjum Bacalao de Islandia, sem frá og með árinu 2020 var hluti af Seafood from Iceland. Verkefnið gengur út á að er að kynna íslenskan saltaðan þorsk, sem er betur þekktur sem bacalao/bacalhau/baccalá á þessum svæðum.

Gómsætur saltðaður þorskur á Baccalá bar á Hauganesi.

Undanfarin ár hefur áherslan einkum verið á að kynna vöruna fyrir nemum í kokkaskólum og kynningarsamstarf með veitingastöðum.

Í stað viðburða var á árinu 2020 lögð ríkari áhersla á vef og samfélagsmiðla. Þar var haldið áfram að segja frá „leyndarmálinu á bak við gæði íslenska þorskins: sjávarþorpinu.“ Í sjávarþorpinu starfa allir saman til þess að skapa þessu einstöku gæðavöru sem er mikils metin og vel þekkt í suður-evrópskum eldhúsum og veitingastöðum. Í nýjustu herferðinni er farið á flakk um Norðurland, og ásamt mörgu öðru er sagt frá veitingastaðnum Baccalá Bar á Hauganesi og gömlum sjóarajöxlum frá Húsavík. Alls náði efnið til um fimm milljóna manna á árinu. Á vefsíðu verkefnisins á Spáni má finna sögur, uppskriftirleiðbeiningar um útvötnun og margt fleira.