Jump to content

Icelandic

Icelandic Trademark Holding ehf.

Íslandsstofa tók á seinni hluta árs 2020 við daglegum rekstri Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH). Félagið er eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood sem standa fyrir hágæða íslenskar sjávarafurðir. Tilgangur félagsins er eignarhald og útleiga á vörumerkjum og tengdur rekstur.

Á árinu var unnið að gerð tveggja nýrra nytjaleyfissamninga. Annars vegar er um að ræða nytjaleyfis­samning við íslensk dótturfélög Brims í Japan og Kína og hins vegar var í lok árs gerður nytjaleyfis­samningur við íslenska félagið Iceland Seafood vegna sölu og markaðssetningar undir merkjum Icelandic í Evrópu. Samningarnir eru í anda þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið hjá félaginu í samráði við eiganda þess íslenska ríkið og lýtur að því að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna. Þá hafa nýju samningarnir styrkt rekstrargrundvöll ITH og jafnframt renna þeir styrkari stoðum undir Icelandic vörumerkið og almenna ímyndaruppbyggingu tengda Íslandi og íslensku sjávarfangi.

Sjá vefsíðu Icelandic