Líflegt ár í kvikmyndagerð
Covid-19 hafði minni áhrif á Íslandi en víða um heim þegar horft er til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar á árinu 2020. Þau erlendu verkefni sem voru fyrirhuguð urðu kannski ekki að veruleika sökum heimsfaraldursins. Hins vegar komu í stað þeirra önnur verkefni til landsins sem ekki voru á döfinni.
Snemma í faraldrinum var farið af stað að skoða leiðir til að bregðast viðbreyttum aðstæðum við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnisá Íslandi. FulltrúiFilminIceland,Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda(SÍK)og Samtaka iðnaðarins(SI) gerðu tillögur að verklagsreglum fyrir innlendaogerlenda starfsmenn í kvikmyndagerð um hvernig haga bæri sóttvörnum við upptökur hér á landi. Landlæknir betrumbætti tillögurnar og samþykkti og Landlæknisembættið tók að sér að samþykkja heimildir fyrir upptökum að uppfylltum skilyrðum um vinnustaðasóttkví. Þá veitti utanríkisráðuneytið undanþágur á komum til landsins fyrir framleiðendur utan Schengen svæðisins.
„Þrátt fyrir Covid-19 tókst að fá til landsins þrjú kvikmyndaverkefni, þrjár heimildamyndir, níu sjónvarpsþætti, tvö tónlistarmyndbönd og fimmtán auglýsingar. Þá voru um 15 innlend kvikmynda- og sjónvarpsverkefni framleidd á árinu.“
Góð viðbrögð hjá erlendum fréttamiðlum
Í kjölfar þess að verklagsreglur voru samþykktar var send tilkynning á framleiðendur og blaðamenn sem fékk góð viðbrögð og birtu fjölmargir erlendir fjölmiðlar greinar um hversu hratt Íslandi hafði tekist að bregðast við nýrri stöðu.
Yfir 30 erlend verkefni 2020
Þrátt fyrir Covid-19 tókst að fá til landsins þrjú kvikmyndaverkefni, þrjár heimildamyndir, níu sjónvarpsþætti, tvö tónlistarmyndbönd og 15 auglýsingar. Þá voru um fimmtán innlend kvikmynda- og sjónvarpsverkefni framleidd á árinu. Má sem dæmi nefna bandaríska sjónvarpsþáttinn The Challenge sem var stórt verkefni og námu gjaldeyristekjur af því um 1,2 milljörðum króna. Einnig var kvikmyndin Against the Ice tekin upp á árinu sem framleidd var af RVK Studios.
Það má því segja að framleiðsluárið hafi farið fram úr björtustu vonum þegar litið er til stöðunnar í heiminum.